Spennandi námskeið á leiðinni.

Fjölskylduhús er opið í allt sumar og nú stendur yfir undirbúningur sjálfstyrkingarnámskeiða fyrir börn og unglinga.

Á námskeiðunum beita leiðbeinendur hugrænni atferlismeðferð, listrænni sköpun og leiklist.

Þátttakendur mæta einu sinni í viku en hver tími varir í eina og hálfa klukkustund .

Námskeiðin hefjast í september og standa yfir í 6 vikur.

Einnig verður boðið upp á sambærileg námskeið fyrir ungar konur 18-25 ára.

Nánari tímasetningar og upplýsingar birtast hér  á næstunni.

Í vetur verður einnig boðið upp á meðvirkninámskeið einu sinni í mánuði.

Verið velkomin.