Sjálfsvirðing

Kannski þekkjum við þetta hugtak eingöngu af afspurn. Kannski þekkjum við fólk sem við teljum búa yfir sjálfsvirðingu og þykjumst kannast við einkenni hennar. Kannski höfum við upplifað tímabil eða augnablik sjálfsvirðingar og kannski finnum við til sjálfsvirðingar oftar en ekki.

Við þekkjum sjálfsvirðingu þegar við finnum hana. Ef við höfum eignast sjálfsvirðingu er fátt, ef nokkuð, sem við viljum láta hana í skiptum fyrir. Sjálfsvirðing er betri en áfengi, betri en matur, betri en kynlíf, betri en súkkulaði.

Í sjálfsvirðingu felst fullvissa um verðleika okkar og manngildi. Sjálfsvirðing fær okkur til að sækjast eftir því að gera það sem er rétt, gott og fallegt. Sjálfsvirðing gerir okkur kleift að að bera virðingu fyrir öðrum og eiga ánægjuleg og gefandi samskipti við samferðafólk okkar.

Sjálfsvirðing hjálpar okkur til að skapa það sem okkur er ætlað og fyllir okkur lífsgleði og sköpunarmætti. Hún birtist okkur gjarnan sem gleði, kærleikur og friður.