Foreldrahópar

Foreldrahópar undir handleiðslu ráðgjafa.

Foreldrahópar fyrir foreldra sem eiga barn í vímuefnavanda eða barn sem hefur átt við vímuefnavanda að stríða.

Foreldrahóparnir eru kynjaskiptir þar sem mjög algengt er að þegar barn er í vímuefnaneyslu reynir það á samskipti foreldra.

Þegar í ljós kemur að barn er farið að neyta vímuefna verða foreldrar fyrir miklu áfalli og vita ekki hvað þeir eiga að gera eða hvernig þeir eiga að bregðast við. Margar erfiðar tilfinningar gera vart við sig eins og sorg, reiði, ótti og angist en jafnframt upplifa margir foreldrar skömm og leita af orsök þess að barnið fer að neyta vímuefna. Foreldrar upplifa mikla örvæntingu því þeir vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við aðstæðum og vita oft á tíðum ekki hvert þeir geta leitað eftir hjálp.

Markmið með foreldrahópnum er að styðja við foreldra og hjálpa þeim að finna leiðir sem gagnast þeim til að takast á við aðstæður.  Unnið er með þær erfiðu tilfinningar sem foreldrar fara í gegnum og sjálfsmynd foreldra elfd. Einnig fá foreldrar fræðslu um unglingsár og vímuefni sem og upplýsingar um þau úrræði sem eru fyrir börn í vímuefnavanda.

Í foreldrahópnum er leitast við að mæta hverjum og einum á einstaklingsmiðaðan hátt. Þrátt fyrir að allir séu að takast á við sama vanda þá eru einstaklingar ólíkir og hafa ólíkar þarfir.  Foreldrahópar eru mjög öflugt verkfæri fyrir foreldra til þess að rjúfa þá einangrun sem oft fylgir því að eiga barn í neyslu.

Foreldrahóparnir eru einu sinni í viku í einn og hálfan tíma í senn.

Mánaðargjald í hópana er 6000 kr

Mæðrahópar og Feðrahópar