Fréttir

Nýtt námskeið fyrir börn

stina-guðfinna1

Lykill að leikni

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga sem byggir á kenningum hugrænnar atferlismeðferðar og leiklistar.

Á námskeiðinu er unnið að styrkingu sjálfsmyndar á heildrænan hátt.

Sjálfsvirðing er efld með aukinni líkamsvitund og lögð áhersla á  tjáningu og félagslega færni sem og að þekkja tilfinningar sínar.

Markmið námskeiðsins er að einstaklingarnir fái trú á eigin getu og öðlist færni til þess að  standa með sjálfum sér í lífinu.

Lesa meira:

http://fjolskylduhus.is/dagskrain/18-11-13-lykill-ad-leikni/

Meðvirkninámskeið í nóvember

Námskeið sem vinnur með lausnir við meðvirkni verður haldið í nóvember næstkomandi.

Nánari dagssetning verður auglýst fljótlega.

Námskeiðið byggir á fræðslu um hvað er meðvirkni.

Við kennum einfaldar aðferðir til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu.

Horft er á stjórnsemi og höfnun og skoðað hvernig við bregðumst við.

Unnið er með mörk og leitast við að finna út hvað eðlileg mörk eru.

Foreldrahópar

Foreldrahópar undir handleiðslu ráðgjafa.

Foreldrahópar fyrir foreldra sem eiga barn í vímuefnavanda eða barn sem hefur átt við vímuefnavanda að stríða.

Foreldrahóparnir eru kynjaskiptir þar sem mjög algengt er að þegar barn er í vímuefnaneyslu reynir það á samskipti foreldra.

lesa meira:

http://fjolskylduhus.is/hopavinna/foreldrahopar/

Meðvirknihópar

Meðvirkni kemur fram á margvíslegan hátt en algengt er að meðvirkur einstaklingur upplifi sig fastan í einhverskonar óþægilegri tilveru og finnist hann ekki hafa mátt til að breyta neinu. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er “háður” öðrum einstaklingi eða einstaklingum.

Lesa meira:

http://fjolskylduhus.is/hopavinna/medvirknihopar/

Hvað er 12 sporakerfi? – Fræðslufundur

Hvað er 12 sporakerfi?

Hér er leitast við að útskýra 12 spora kerfið og sporin tólf.

Eru trú og trúarbrögð forsenda fyrir 12 spora kerfinu?

Hvernig er hægt að nýta sér sporin til að byggja upp tilfinningalíf

og að takast á við þau verkefni sem framundan eru.

Fyrirlestur og umræður

STAÐUR:  GRENSÁSVEGUR 16a, JARÐHÆÐ

STUND:  ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER N.K. KL. 20:00

AÐGANGUR:  KR. 2.000

ALLIR VELKOMNIR

Lykill að leikni: Námskeið fyrir börn og unglinga

800px-Face_paint_girls

Lykill að leikni

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga sem byggir á kenningum úr hugrænni atferlismeðferð og leiklist.

Á námskeiðinu er unnið að styrkingu sjálfsmyndar á heildrænan hátt. Þar sem sjálfsvirðing er efld með aukinni líkamsvitund og lögð áhersla á  tjáningu og félagslega færni sem og að þekkja tilfinningar sínar.

Markmiðið með námskeiðinu er að einstaklingarnir hafi trú á eigin getu og öðlist færni til þess að  standa með sér í lífinu.

lesa meira:

http://fjolskylduhus.is/namskeid/lykill-ad-leikni-fyrir-born-og-unglinga/