Fréttir

Stór hópur Breta styrkir Fjölskylduhús

Það var líf og fjör á Grenásveginum þegar stór hópur frá Bretlandi kom og styrkti okkur með tækjum og smíði á sviðsmyndum til að nota meðal annars á barna- og unglinganámskeiðunum okkar.

Hópurinn var fjölmennur, 135 manns frá fyrirtæki sem heitir Adecco.  Þau voru hér í hvataferð en vildu um leið leggja góðu málefni lið.  Allt skipulag sem var á hendi HL Adventure ferðaskrifstofunnar var fyrsta flokks.

Við erum óendanlega þakklát fyrir stuðninginn og munum á næstunni setja inn fleiri myndir og minningar frá þessum frábæra degi.

Kristín, Páll Þór og Guðfinna

WP_000394WP_20140323_14_00_15_Pro

 

 

 

 

 

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

10 vikna sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og

unglinga á aldrinum 8-16 ára skipt niður í 4 aldurshópa.

Nánari upplýsingar:

8-9 ára:  http://fjolskylduhus.is/dagskrain/20-jan-lykill-a-leikni-8-9-ara/

10-12 ára: http://fjolskylduhus.is/dagskrain/20-jan-lykill-ad-leikni-10-12-ara/

13-14 ára: http://fjolskylduhus.is/dagskrain/211-lykill-ad-leikni-13-14-ara/

15-16 ára:  http://fjolskylduhus.is/dagskrain/211-lykill-ad-leikni-15-16-ara/

 

Umsagnir um meðvirkninámskeiðið.

Hérna eru nokkrar umsagnir frá þáttakendum í meðvirkninámskeiðinu Lykill að góðu lífi sem við héldum aftur í gærkvöldi.

Við erum afar þakklát fyrir móttökurnar og skemmtileg kynni við þáttakendur.  Takk fyrir okkur!

Umsagnir:

Naut kvöldsins, afar fræðandi og leiðbeinendur hlýjir og notalegir.

Góð dæmi úr eigin lífi og hvatning fyrir þátttakendur að tala og spyrja.

Klárt mál að ég fer heim og vinn með allar þær góðu upplýsingar sem ég fékk.

Kærar þakkir fyrir mig

– – –

Áhugavert og lærdómsríkt námskeið.

Góðir og áhugasamir fyrirlesarar.

Takk fyrir mig!

– – –

Þetta námskeið kveikir svo sannarlega á ýmsu hjá manni sem mun leiða til sjálfsskoðunar.

Þið tengið vel saman þá áherslupunkta sem farið er í og dæmin sem þið takið eru sannarlega mikilvæg en jafnframt góð og skemmtileg og maður getur sett sig í þau spor.

Takk fyrir mig.