Fréttir

Fjölskylduhús í samstarf við Heilsutorg.is

Colorful_spring_garden

Heilsutorg.is og Fjölskylduhús hafa ákveðið að vinna saman að miðlun fræðsluefnis sem snertir fjölskylduna, meðvirkni, áföll og fíknir.

Heilsutorg.is er einn öflugasti vefur á Íslandi sem einbeitir sér að heilsutengdu fræðsluefni og ýmsum upplýsingum tengdum lífstíl.

Starfsmenn Fjölskylduhúss munu skrifa reglulega pistla sem birtast á vef Heilsutorgs.  Fjallað verður um margvíslegar hliðar samskipta og uppeldis og hvernig meðvirkni, fíknir og áföll hafa áhrif á daglegt líf margra.

Starfsmenn Fjölskylduhúss bjóða upp á ráðgjöf og samtalsmeðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Auk þess gefst áhugasömum tækifæri á að sækja klukkustundarlangar kynningar á spennandi efni á borð við meðvirkni, stjórnsemi og eðlileg samskipti þeim að kostnaðarlausu út nóvember.

Einu sinni í mánuði er boðið upp á námskeið í meðvirkni sem notið hafa mikilla vinsælda.

Þá hefur einnig verið boðið upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga sem byggjast á hugrænni atferlismeðferð og leiklist.

Frekari fróðleik og pistla má finna á heimasíðu Fjölskylduhúss og nú einnig hjá Heilsutorgi.

Námskeið Fjölskylduhúss

10558708_10203634245529754_369507209_oSjálfsstyrkingarnámskeið Fjölskylduhúss

Námskeiðin eru unnin út frá  hugrænni atferlismeðerð og leiklist.

Staðsetning: Fjölskylduhús,  Grensásvegi 16a (á horni Fellsmúla og Grensásvegar)

Kennarar: Kristín Snorradóttir og Guðfinna Rúnarsdóttir.

Þátttökugjald: kr. 15.000,-

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

8. september – 13. október 2014

Mán. 16.30-18.00                        9-11 ára

Mán. 18.15-19.45                        12-13 ára

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

10. september – 15. október 2014

Mið. 16.30-18.00             14-16 ára

Mið. 18.15-19.45             17-18 ára

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 18-25 ára konur 

8. september – 24. september 2014  (2 x 1,5 klst. á viku)

Mán. 20.00-21.30

Mið. 20.00-21.30

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

20. október-24. nóvember 2014

Mán. 16.30-18.00                        14-16 ára

Mán. 18.15-19.45                        17-18 ára

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

22. október-26. nóvember 2014

Mið. 16.30-18.00             9-11 ára

Mið. 18.15-19.45             12-13 ára

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 18-25 ára  konur  

29.  september – 15. október 2014  (2 x 1,5 klst. á viku)

Mán. 20.00-21.30

Mið. 20.00-21.30

Hvað er meðvirkni?

Kynningarnámskeið haustið 2014.

Staðsetning: Fjölskylduhús,  Grensásvegi 16a (á horni Fellsmúla og Grensásvegar)

Kennari:  Páll Þór Jónsson

Þátttökugjald:  kr. 5000,-

Þriðjudagur 2. september kl. 18.00-21.00.

Þriðjudagur 7. október kl. 18.00-21.00.

Þriðjudagur 4. nóvember kl. 18.00-21.00

Þriðjudagur 2. desember kl. 18.00-21.00.

 

 

 

 

 

 

 

Spennandi námskeið á leiðinni.

Fjölskylduhús er opið í allt sumar og nú stendur yfir undirbúningur sjálfstyrkingarnámskeiða fyrir börn og unglinga.

Á námskeiðunum beita leiðbeinendur hugrænni atferlismeðferð, listrænni sköpun og leiklist.

Þátttakendur mæta einu sinni í viku en hver tími varir í eina og hálfa klukkustund .

Námskeiðin hefjast í september og standa yfir í 6 vikur.

Einnig verður boðið upp á sambærileg námskeið fyrir ungar konur 18-25 ára.

Nánari tímasetningar og upplýsingar birtast hér  á næstunni.

Í vetur verður einnig boðið upp á meðvirkninámskeið einu sinni í mánuði.

Verið velkomin.

Fjölskylduhús verður opið í sumar.

Fjölskylduhús verður með opið fyrir alla þjónustu í sumar.

Við bjóðum upp á þjónustu fyrir:

Aðstandendur alkóhólista og fíkla

Aðstandendur langveikra og annarra sem þjást af meðvirkni.

Hjónaráðgjöf

Ráðgjöf fyrir alkóhólista og fíkla.

Ráðgjöf fyrir fólk með kvíða og depurð.

Vinsamlegast hafið samband við:

Kristín: GSM: 615 1367  (kristin@fjolskylduhus.is)

Páll Þór: GSM 615 1368 (pall@fjolskylduhus.is)