Námskeið Fjölskylduhúss

10558708_10203634245529754_369507209_oSjálfsstyrkingarnámskeið Fjölskylduhúss

Námskeiðin eru unnin út frá  hugrænni atferlismeðerð og leiklist.

Staðsetning: Fjölskylduhús,  Grensásvegi 16a (á horni Fellsmúla og Grensásvegar)

Kennarar: Kristín Snorradóttir og Guðfinna Rúnarsdóttir.

Þátttökugjald: kr. 15.000,-

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

8. september – 13. október 2014

Mán. 16.30-18.00                        9-11 ára

Mán. 18.15-19.45                        12-13 ára

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

10. september – 15. október 2014

Mið. 16.30-18.00             14-16 ára

Mið. 18.15-19.45             17-18 ára

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 18-25 ára konur 

8. september – 24. september 2014  (2 x 1,5 klst. á viku)

Mán. 20.00-21.30

Mið. 20.00-21.30

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

20. október-24. nóvember 2014

Mán. 16.30-18.00                        14-16 ára

Mán. 18.15-19.45                        17-18 ára

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

22. október-26. nóvember 2014

Mið. 16.30-18.00             9-11 ára

Mið. 18.15-19.45             12-13 ára

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 18-25 ára  konur  

29.  september – 15. október 2014  (2 x 1,5 klst. á viku)

Mán. 20.00-21.30

Mið. 20.00-21.30

Hvað er meðvirkni?

Kynningarnámskeið haustið 2014.

Staðsetning: Fjölskylduhús,  Grensásvegi 16a (á horni Fellsmúla og Grensásvegar)

Kennari:  Páll Þór Jónsson

Þátttökugjald:  kr. 5000,-

Þriðjudagur 2. september kl. 18.00-21.00.

Þriðjudagur 7. október kl. 18.00-21.00.

Þriðjudagur 4. nóvember kl. 18.00-21.00

Þriðjudagur 2. desember kl. 18.00-21.00.

 

 

 

 

 

 

 

Hver er munurinn á hugleiðslu og dáleiðslu?

Daglegu amstri fylgir oft mikil streita.  Við höfum skyldum að gegna, kannski í krefjandi vinnu eða með stórt heimili.

Stundum eru aðstæður okkar erfiðar, til dæmis geta fjárhagsáhyggjur eða eitthvað annað  valdið okkur kvíða.

Það er heilmikið álag á líkamann þegar kvíðahnútur í maga, spenntar taugar, vöðvabólga og aðrir fylgifiskar mikils andlegs álags eru viðvarandi svo dögum eða mánuðum skiptir.  Þessu álagi fylgir oft hröð hugsun sem getur orðið þráhyggjutengd og við það eykst álagið enn frekar.

Hugleiðsla er ævaforn aðferð sem við getum notað til að tæma hugann og ná innri ró. Líklegast er ekki hægt að útskýra hugleiðslu til hlítar, því upplifun hvers og eins er mjög persónuleg.  Mörgum aðferðum er beitt og sumar þeirra þekkjum við sem tískubólur í samfélaginu sem síðan ganga yfir  en í raun getur hver og einn mótað sér eigin aðferðir til hugleiðslu án mikillar aðstoðar.

Það getur verið snúið að tæma hugann ef mikil þráhyggja eða stjórnlaus hugsun og áhyggjur eru ráðandi.   Þá er oft gott að hefja hugleiðsluna á kyrjun.  Kyrjun er einföld aðferð til að stöðva hugsun.  Þá veljum við okkur einhverja einfalda setningu, trúaðir geta t.d. valið „guð er góður”, þeir trúlausu t.d. „sól og sumar” eða hvaðeina það sem okkur dettur í hug.  Gott er að setningin sé auðveld til að geta farið með hana aftur og aftur, upphátt eða í hljóði og þeir sem prófa þetta finna fljótt að það er ómögulegt að kyrja og einblína á áhyggjur á sama tíma!

Dáleiðsla er um margt svipuð.  En í dáleiðslu leyfir einstaklingur dáleiðara að fara fram hjá meðvitundinni  (Beta) sem við erum í þegar við erum vakandi og í erli dagsins.  Beta verndar undirmeðvitundina og á að vernda tilfinningar okkar, minningar og venjubundið áreiti.

Efsta stig undirmeðvitundar er kallað Alfa.  Mörg okkar fara á þetta stig t.d. þegar við lesum bók, horfum á bíómynd eða gleymum okkur.  Þá finnum við hvernig við förum “til baka” þegar einhver kallar á okkur eða síminn hringir.  Theta og Delta kallast stigin sem eru þar fyrir neðan.  Að dáleiða niður á þau getur verið mjög áhrifaríkt t.d. þegar verið er að takast á við langvarandi verki eða ef sleppa á deifingu á meðan tannviðgerð fer fram.

Dáleiðslumeðferð er oft góð þegar verið er að takast á við erfiðar minningar  og áföll sem fólk hefur  orðið fyrir á lífsleiðinni.  Þegar dáleiðslu er beitt með NLP (Neuro-linguistic programming) er oft hægt að ná bata á styttri tíma.

Þannig má segja að meginmunurinn á hugleiðslu og dáleiðslu er að hugleiðsla er gott tæki til að ná hugarró en dáleiðsla er notuð sem tæki til að vinna með áföll og erfiðar minningar.

 

Spennandi námskeið á leiðinni.

Fjölskylduhús er opið í allt sumar og nú stendur yfir undirbúningur sjálfstyrkingarnámskeiða fyrir börn og unglinga.

Á námskeiðunum beita leiðbeinendur hugrænni atferlismeðferð, listrænni sköpun og leiklist.

Þátttakendur mæta einu sinni í viku en hver tími varir í eina og hálfa klukkustund .

Námskeiðin hefjast í september og standa yfir í 6 vikur.

Einnig verður boðið upp á sambærileg námskeið fyrir ungar konur 18-25 ára.

Nánari tímasetningar og upplýsingar birtast hér  á næstunni.

Í vetur verður einnig boðið upp á meðvirkninámskeið einu sinni í mánuði.

Verið velkomin.

Fjölskylduhús verður opið í sumar.

Fjölskylduhús verður með opið fyrir alla þjónustu í sumar.

Við bjóðum upp á þjónustu fyrir:

Aðstandendur alkóhólista og fíkla

Aðstandendur langveikra og annarra sem þjást af meðvirkni.

Hjónaráðgjöf

Ráðgjöf fyrir alkóhólista og fíkla.

Ráðgjöf fyrir fólk með kvíða og depurð.

Vinsamlegast hafið samband við:

Kristín: GSM: 615 1367  (kristin@fjolskylduhus.is)

Páll Þór: GSM 615 1368 (pall@fjolskylduhus.is)

 

 

 

Stór hópur Breta styrkir Fjölskylduhús

Það var líf og fjör á Grenásveginum þegar stór hópur frá Bretlandi kom og styrkti okkur með tækjum og smíði á sviðsmyndum til að nota meðal annars á barna- og unglinganámskeiðunum okkar.

Hópurinn var fjölmennur, 135 manns frá fyrirtæki sem heitir Adecco.  Þau voru hér í hvataferð en vildu um leið leggja góðu málefni lið.  Allt skipulag sem var á hendi HL Adventure ferðaskrifstofunnar var fyrsta flokks.

Við erum óendanlega þakklát fyrir stuðninginn og munum á næstunni setja inn fleiri myndir og minningar frá þessum frábæra degi.

Kristín, Páll Þór og Guðfinna

WP_000394WP_20140323_14_00_15_Pro

 

 

 

 

 

Hér er fjallað um sómakennd.

Hvað er sómakennd?   Hjálpar sómakennd okkur í lífinu?  Viljum við hafa sómakennd og hvað færir hún okkur?

Sómakennd er nátengd siðferðiskennd.  Við sjáum sóma okkar í að viðurkenna og leiðrétta mistök.  Sómakenndin er einnig nátengd sjálfsvirðingu okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur.

Það er öllum hollt að vinna með og skoða sómakenndina.  Hvað finnst okkur í lagi?  Erum við að réttlæta hegðun okkar og líta framhjá sómakenndinni?  Helgar tilgangurinn meðalið?

Heiðarleiki er einn af hornsteinum sómakenndar.  Heiðarleiki eflir einnig sjálfsvirðingu og hjálpar okkur að öðlast traust samferðafólks okkar.  Oft finnst okkur auðveldara að nota svolitla “hvíta lygi” til að komast hjá óþægilegum aðstæðum.  Þá erum við hins vegar heiðarleg, ekki aðeins við annað fólk heldur ekki síður við sjálf okkur og þá löskum við sjálfsvirðinguna og sómakenndina.

“Hefurðu enga sómakennd”?  Þannig hljómar ein þekktasta setning bandarískrar stjórnmálasögu en hún var sögð í kjölfar þess að  þingmaður notaði lygar, gróusögur og uppspuna við að koma höggi á andstæðinga sem hann bjóað stærstu leyti til sjálfur.

Við erum ekki fullkomin.  Við erum öll mannleg og gerum mistök.  En það er gott að rækta sjálfan sig og setja sér markmið í lífinu og hvað er fegurra en að rækta með sér betri sómakennd?  Við bætum sjálf okkur og eigum betra með að vera til staðar fyrir fólkið okkar, vini og ættingja.

Þegar maður skoðar sómakenndina er auðveldast að skoða hvað það er sem byggir upp sómakennd.  Eftirfarandi listi er hugmynd að sómakennd eða því hvernig við getum byggt hana upp.

Sómakenndin byggist á:

  • Að vera heiðarlegur, bæði við aðra og sjálfan sig.
  • Að treysta sjálfum sér og treysta fólki sem er traustsins vert.
  • Að vera ábyrgur gerða sinna og bera ábyrgð á því sem maður tekur að sér.
  • Að vera til staðar fyrir ástvini sína.
  • Að sýna sjálfum sér og öðru fólki virðingu.
  • Að vera umburðarlyndur.
  • Að vera kærleiksríkur
  • Að elska án skilyrða.

Þessi listi er ekki tæmandi en allir ættu að reyna að skoða hvernig sómakenndin er og hvað má bæta.  Heilbrigð og öflug sómakennd gefur okkur meiri orku og bjartsýni og heldur depurð og kvíða í skefjum.

Páll Þór Jónsson – Fjölskylduhús

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

10 vikna sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og

unglinga á aldrinum 8-16 ára skipt niður í 4 aldurshópa.

Nánari upplýsingar:

8-9 ára:  http://fjolskylduhus.is/dagskrain/20-jan-lykill-a-leikni-8-9-ara/

10-12 ára: http://fjolskylduhus.is/dagskrain/20-jan-lykill-ad-leikni-10-12-ara/

13-14 ára: http://fjolskylduhus.is/dagskrain/211-lykill-ad-leikni-13-14-ara/

15-16 ára:  http://fjolskylduhus.is/dagskrain/211-lykill-ad-leikni-15-16-ara/