Fjölskylduhús í samstarf við Heilsutorg.is

Colorful_spring_garden

Heilsutorg.is og Fjölskylduhús hafa ákveðið að vinna saman að miðlun fræðsluefnis sem snertir fjölskylduna, meðvirkni, áföll og fíknir.

Heilsutorg.is er einn öflugasti vefur á Íslandi sem einbeitir sér að heilsutengdu fræðsluefni og ýmsum upplýsingum tengdum lífstíl.

Starfsmenn Fjölskylduhúss munu skrifa reglulega pistla sem birtast á vef Heilsutorgs.  Fjallað verður um margvíslegar hliðar samskipta og uppeldis og hvernig meðvirkni, fíknir og áföll hafa áhrif á daglegt líf margra.

Starfsmenn Fjölskylduhúss bjóða upp á ráðgjöf og samtalsmeðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Auk þess gefst áhugasömum tækifæri á að sækja klukkustundarlangar kynningar á spennandi efni á borð við meðvirkni, stjórnsemi og eðlileg samskipti þeim að kostnaðarlausu út nóvember.

Einu sinni í mánuði er boðið upp á námskeið í meðvirkni sem notið hafa mikilla vinsælda.

Þá hefur einnig verið boðið upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga sem byggjast á hugrænni atferlismeðferð og leiklist.

Frekari fróðleik og pistla má finna á heimasíðu Fjölskylduhúss og nú einnig hjá Heilsutorgi.