Ásta Kristrún

Ásta Kristrún Ólafsdóttir lauk BA prófi í sálfræði og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands og stundaði að því loknu nám í ráðgjöf fyrir fíkla og aðstandendur þeirra við Hazelden stofnunina í Bandaríkjunum. Hún lauk því námi árið 1991 og fékk starfsleyfi sem ráðgjafi (e. certified chemical dependency practitioner, CCDP) frá Institude for Chemical Dependency Professionals (ICDP) í Bandaríkjunum. Árið 2009 lauk Ásta Kristrún cand psych prófi frá Háskóla Íslands og fékk starfsleyfi sem sálfræðingur frá Landlæknisembættinu sama ár.

Ásta Kristrún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Unglingaheimili Ríkisins, kennt sálfræði í framhaldsskólum og rekið eigin ráðgjafaþjónustu frá árinu 1992.

Í ráðgjafanámi á Hazelden er kennd einstaklings- og hópmeðferð auk þjálfunar í greiningu og fyrirlestrahaldi. Meðferð á Hazelden er einstaklingsmiðuð og meðferðarform fjölbreytilegt. Áhersla er lögð á virðingu fyrir einstaklingnum og fagmennsku í hvívetna. Upplýsingar um Hazelden stofnunina má sjá á vefsíðu stofnunarinnar.