Fjölskylduhús – Fjölskylduráðgjöf

Grensásvegi 16a, 108 Reykjavík fjolskylduhus@fjolskylduhus.is Sími: 694 7997

cropped-Logo-fjolskylduhus400.jpg 

Fjölskylduhús – Fjölskylduráðgjöf - Grensásvegi 16a, 108 Reykjavík fjolskylduhus@fjolskylduhus.is   Sími:  694 7997

Ráðgjafar og sálfræðingar

Picture1

Ásta Kristrún Ólafsdóttir sálfræðingur

Ásta Kristrún Ólafsdóttir lauk BA prófi í sálfræði og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands og stundaði að því loknu nám í ráðgjöf fyrir fíkla og aðstandendur þeirra við Hazelden stofnunina í Bandaríkjunum. Hún lauk því námi árið 1991 og fékk starfsleyfi sem ráðgjafi (e. certified chemical dependency practitioner, CCDP) frá Institude for Chemical Dependency Professionals (ICDP) í Bandaríkjunum. Árið 2009 lauk Ásta Kristrún cand psych prófi frá Háskóla Íslands og fékk starfsleyfi sem sálfræðingur frá Landlæknisembættinu sama ár.

Ásta Kristrún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Unglingaheimili Ríkisins, kennt sálfræði í framhaldsskólum og rekið eigin ráðgjafaþjónustu frá árinu 1992. Hægt er að ná sambandi við Ástu Kristrúnu með því að senda póst á netfangið asta@fjolskylduhus.is eða hringja í síma 694-7997.

Í ráðgjafanámi á Hazelden er kennd einstaklings- og hópmeðferð auk þjálfunar í greiningu og fyrirlestrahaldi. Meðferð á Hazelden er einstaklingsmiðuð og meðferðarform fjölbreytilegt. Áhersla er lögð á virðingu fyrir einstaklingnum og fagmennsku í hvívetna. Upplýsingar um Hazelden stofnunina má sjá á vefsíðu stofnunarinnar (http://www.hazelden.org).

Páll Þór Jónsson meðferðarráðgjafi

Vímuefna- og fíkniráðgjafi  frá Ráðgjafaskóla Íslands.

Starfar sem stendur hjá Promis Rehab Clinics í Kent, Englandi

Certified NLP Practitioner

Certified Hypnotist

Ráðgjöf: einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf

Meðvirkni, ADHD meðferð, geðræn vandamál, ofbeldi, tilfinningavandamál.

Páll Þór hefur áralanga þekkingu á vímuefnavanda og meðvirkni. Hann hefur til langs tíma liðsinnt fólki sem á við vímuefna og/eða meðvirkni að stríða.

Páll Þór hefur mikla reynslu af stjórnun og vandamálum vegna fíknisjúkdóma og meðvirkni sem koma upp innan fyrirtækja og stofnana.

Starfaði hjá SÁÁ sem verkefnisstjóri með áherslu á fyrirtækjaþjónustu.

Hefur unnið sem rekstrar- og almannatengslaráðgjafi fyrir ýmis fyrirtæki.

Stofnaði Premium ehf og var framkvæmdastjóri 2000 – 2006

Átti Hótel Húsavík og Gistiheimilið Árból á Húsavík og var frumkvöðull að hvalaskoðun á Íslandi.

mynd-stina-100

Kristín Snorradóttir meðferðarráðgjafi

Kristín er í námsleyfi sem stendur.

Er með B.A próf í þroskaþjálfafræðum.  Í námi sínu  skoðaði hún tengsl  ADHD og áhættuhegðunar / vímuefnaneyslu.

Jafnframt hefur hún lokið námi í Hugrænni Atferlismeðferð. HAM

Námskeið sem hún hefur tekið eru:

Treating trauma / Patrick DeChello Ph.D. Á vegum Félag íslenskra forvarna- og vímuefnaráðgjafa.

Færni til framtíðar, uppeldi sem virkar. Á vegum Þroska og hegðunarmiðstöðvarinnar.

UKESAD, Evrópsk ráðstefna um fíkniraskanir  í London.

Vímulaus æska 2007-2012.

Starfaði sem ráðgjafi  fyrir foreldra barna í vímuefnavanda, veitti einstaklingsráðgjöf, fjölskylduráðgjöf og leiddi hópavinnu.   Var ráðgjafi í eftirmeðferð fyrir ungt fólk sem hefur lokið vímuefnameðferð og á sjálfstyrkingarnámskeiðum.

Jafnframt hefur hún starfað sem handleiðari á vistheimili fyrir ungmenni. Þar handleiddi hún starfsfólk varðandi lausnarmiðaða nálgun í starfi með ungmennum.