Fjölskylduhús – Fjölskylduráðgjöf

Grensásvegi 16a, 108 Reykjavík fjolskylduhus@fjolskylduhus.is Sími: 694 7997

cropped-Logo-fjolskylduhus400.jpg 

Fjölskylduhús – Fjölskylduráðgjöf - Grensásvegi 16a, 108 Reykjavík fjolskylduhus@fjolskylduhus.is   Sími:  694 7997

Ráðgjöf

Fjölskylduhús býður upp á lausnamiðaða nálgun fyrir sérhvern  fjölskyldumeðlim. Við bjóðum upp á greiningarviðtöl, einstaklingsviðtöl, fjölskylduviðtöl og hópavinnu.

Greiningarviðtal: Fyrsta viðtal er 50 mínútna greiningarviðtal þar sem þörf einstaklingsins er metin og leiðir til lausna og framhaldsvinna ákvörðuð.

Einstaklingsviðtal: Ráðgjafi vinnur með einstaklingnum að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem hann er að takast á við í daglegu lífi sem og að styðja hann í  að tileinka sér þær lausnir á öllum sviðum lífs síns.

Fjölskylduviðtal:  Ráðgjafi vinnur með fölskyldumeðlimum að heildrænni lausn fyrir sérhvern einstakling í fjölskyldunni og fyrir fjölskylduna sem einingu. Meðvirkni eða fíknir hafa áhrif á alla meðlimi og mikilvægt er að allir séu samstíga í bataferlinu.

Hópavinna: Í hópavinnu koma saman einstaklingar sem eru að vinna sig frá meðvirkni eða fíknum. Hópavinna er öflugt verkfæri þar sem ráðgjafi handleiðir hópinn en hver einstaklingur speglar sig í öðrum hópfélögum.  Hópavinna er einu sinni í viku í einn og hálfan tíma í senn.

Eftirtaldir hópar eru í boði:

Meðvirknihópar fyrir aðstandendur:

– áfengis- og vímuefnasjúklinga

– þunglyndissjúklinga

– ADHD

– geðsjúkra

Foreldrahópar fyrir foreldra sem eiga börn í vanda.

Þeir sem eru í ráðgjöf og eða hópum hafa einnig aðgang að ráðgjafa þess á milli í stutt símaviðtöl.  Símtöl þessi eru mikilvægur þáttur í bata hvers og eins, þar sem einstaklingurinn nýtir símaviðtalið til þess að efla bata sinn í daglega lífinu.

VERÐSKRÁ

Hægt er að fá endurgreiðslu frá stéttafélögum.

Viðtal við ráðgjafa (60 mínútur) kr. 8.000

Viðtal  fyrir þá sem eru í hópavinnu   kr. 7.000

Hópavinna:   kr. 8.000 á  mánuði.  Hópavinna fer fram einu sinni í viku.

Stutt símaviðtöl eru í boði fyrir þá sem nota regluleg einkaviðtöl og hópavinnu.