Fjölskylduhús verður opið í sumar.

Fjölskylduhús verður með opið fyrir alla þjónustu í sumar.

Við bjóðum upp á þjónustu fyrir:

Aðstandendur alkóhólista og fíkla

Aðstandendur langveikra og annarra sem þjást af meðvirkni.

Hjónaráðgjöf

Ráðgjöf fyrir alkóhólista og fíkla.

Ráðgjöf fyrir fólk með kvíða og depurð.

Vinsamlegast hafið samband við:

Kristín: GSM: 615 1367  (kristin@fjolskylduhus.is)

Páll Þór: GSM 615 1368 (pall@fjolskylduhus.is)

 

 

 

Stór hópur Breta styrkir Fjölskylduhús

Það var líf og fjör á Grenásveginum þegar stór hópur frá Bretlandi kom og styrkti okkur með tækjum og smíði á sviðsmyndum til að nota meðal annars á barna- og unglinganámskeiðunum okkar.

Hópurinn var fjölmennur, 135 manns frá fyrirtæki sem heitir Adecco.  Þau voru hér í hvataferð en vildu um leið leggja góðu málefni lið.  Allt skipulag sem var á hendi HL Adventure ferðaskrifstofunnar var fyrsta flokks.

Við erum óendanlega þakklát fyrir stuðninginn og munum á næstunni setja inn fleiri myndir og minningar frá þessum frábæra degi.

Kristín, Páll Þór og Guðfinna

WP_000394WP_20140323_14_00_15_Pro